Fréttir
Tvær nýjar bækur frá Sölku
- eftir Þóru Ingimarsdóttur og Hallgerði Gísladóttur

Augað í steininum heitir ný ljóðabók eftir Þóru Ingimarsdóttur sem Salka gefur út. Þar er að finna úrval ljóða sem hún hefur ort í gegnum tíðina en ljóð hennar hafa birst víða, m.a. í Lesbók Morgunblaðsins.   Einkenni á ljóðum Þóru er tregablandinn tónn, hún fjallar gjarnan um angist manneskjunnar gagnvart viðsjárverðum heimi þar sem helsta athvarfið er náttúran sem á undir högg að sækja, um ást og tilfinningar.   Grímur Hjörleifsson hannað kápuna en bókin sem er 74 bls. er prentuð í Viðey og kostar 2.290 krónur.  


  Í ljós heitir ný ljóðabók eftir Hallgerði Gísladóttur sem Salka gefur út. Hallgerður hefur lengi fengist við að yrkja þótt hún hafi ekki flíkað verkum sínum. Ný rýfur hún þögnina og sendir frá sér ljóðabókin Í ljós.   Hallgerði er tamt að yrkja um umhverfi sitt – náttúru og borg – með vísan í söguleg atvik. Gáskafullur leikur að orðum einkennir ljóð hennar sm eru yfirleitt knöpp að formi til.   Helga Pálína Brynjólfsdóttir hannað kápuna en bókin sem er 60 bls. er prentuð í Viðey og kostar 2.290 krónur.  

Vefur Sölku