Fréttir
Enn nýjar ljóðabækur frá Sölku
- eftir Sigurð Skúlason og Kristian Guttesen

Sigurður Skúlason leikari er snjall þýðandi og hefur gefið út tvær ljóðabækur, þriðja bók hans, Á leiðinni (á hjóli lífsins), kemur nú út hjá Bókaútgáfunni Sölku.   Ljóð Sigurðar eru afar persónuleg og í bókinni blandar hann saman hárbeittum örsögum og tregafullum ljóðum um ást og ástleysi í viðsjárverðum heimi.   Bókin er 46 bls. og var prentuð hjá Gutenberg. Höfundur og Hlynur Helgason sáu um kápuhönnun. Leiðbeinandi útsöluverð er 1.690 kr.

 


 

Kristian Guttesen er ungt skáld sem þegar hefur kvatt sér hljóðs með ýmsum ritverkum og núna kemur út fimmta ljóðabók hans, Mótmæli með þátttöku.   Ljóðmælandinn er á mörkum ljóss og myrkurs og hann sér svipmyndir úr lífi sínu renna hjá eins og í kvikmynd. Hér fara saman skörp myndskeið og hugrenningar sem gefa lesanda aðra sýn á veruleikann.   Bókaútgáfan SALKA gefur bókina út en Birgitta Jónsdóttir sá um umbrot og hönnun kápu. Bókin er 62 bls. og var prentuð í Offsetfjölritun hf. Leiðbeinandi útsöluverð er 2.290 kr.

  Vefur Sölku