Fréttir
Gleðileg jólakveðja og ósk um farsælt ár
- frá ljóð.is

Ágætu notendur ljóð.is.   Kærar þakkir fyrir frábæra aðsókn og drjúgar innsendingar ljóða á árinu 2004. Ljóð.is festir sig sífellt betur í sessi sem aðalljóðavefur landsins. Virkir notendur skipta hundruðum og ljóðin mörgum þúsundum.   Á þessu ári er að vænta ýmissa breytinga á ljóð.is, bæði í skipulagi og rekstri. Við viljum gera enn betur efnislega, t.d. með því að birta greinar um ljóð og almennari umfjöllun um ljóð og tungumál. Allar líkur eru svo á því að Skáldaatið, sem haldið var fyrst á Menningarnótt 2004, verði endurtekið nú í vor með enn meiri glæsibrag, enda þótti uppákoman afskaplega vel heppnuð.   Fyrir hönd ljóð.is vil ég því þakka fyrir árið, óska gleðilegra jóla og farsældar í lífi og ljóðum á árinu 2005.   Davíð A. Stefánsson.