Fréttir
Út er komin ljóðabókin Sögur sálar eftir Ólafs Skorrdal
<FONT size=2>Ólafur Skorrdal hefur skrifað í nokkur ár og gefið út eina ljóðabók</FONT>

Út er komin ljóðabókin Sögur sálar eftir Ólafs Skorrdal. Er þetta önnur ljóðabók höfundar, en hin fyrri, Ferðalag, var gefin út hjá Bragabót árið 2002 og seldist upp. Bókin er 52 blaðsíður og hefur að geyma ljóð og ljóðatexta, sem fjalla um lífið og ástina. Tekin hefur verið sú ákvörðun að gefa út ljóðabók þessa á rafrænu formi, þar sem ekki náðist að afla tekna til að gefa út á pappir. Verkið er síður verra fyrir vikið. Ólafur Skorrdal hefur skrifað í nokkur ár og gefið út eina ljóðabók, ásamt því að skrifa greinar og ritgerðir. Nú vinnur hann að útgáfu fyrstu skáldsögu sinnar, sem væntanlega kemur út í sumar. Hægt er að nálgast eintak af ljóðabókinni á vefsíðu Bragabótar http://this.is/bragabot.