Fréttir
Skáld mánaðarins í Þjóðmenningarhúsinu
Skáld mánaðarins<BR><BR><B><I>Komið, sláið um mig hring<BR><BR></I>Verið velkomin á vorlega dagskrá um Davíð Stefánsson og Ítalíuför hans sérstaklega </B>

Skáld mánaðarins Komið, sláið um mig hring Verið velkomin á vorlega dagskrá um Davíð Stefánsson og Ítalíuför hans sérstaklega í bókasal Þjóðmenningarhússins sunnudaginn 6. mars kl. 15

Gunnar Stefánsson, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV, fjallar um Davíð á yngri árum og ferð hans til Ítalíu. Saman við umfjöllun hans fléttast nokkur seiðandi sönglög við ljóð Davíðs frá þessum árum sem Ólafur Kjartan Sigurðarson, bariton, syngur við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Veitingastofan Matur og menning galdrar fram ítalska smárétti og veigar á vægu verði á meðan á dagskrá stendur. Allir eru velkomnir og aðgangseyrir er enginn. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík, s. 545-1400 thjodmenning@thjodmenning.is www.thjodmenning.is