Fréttir
Alþjóðleg ljóðahátíð Nýhils um Verslunarmannahelgina
- rokk og ljóð - ókeypis inn á alla viðburði

Ljóð.is getur ekki annað en mælt með eftirfarandi ljóðahúllumhæi um Verslunarmannahelgina:   Næstkomandi Verslunarmannahelgi, nánar tiltekið föstudaginn 29. júlí og laugardaginn 30. júlí, fer fram fyrsta alþjóðlega ljóðahátíð Nýhils. Á sama tíma koma út tvær bækur frá Nýhil, annars vegar er það þriðja bók í flokki Afbóka Nýhils, Af ljóðum.   Alljóðlega þjóðahátíðin, ljóðahátíð Nýhils, fer fram í Klink & Bank og í Norræna Húsinu. Sex erlend ljóðskáld verða flutt inn í tilefninu, en þau eru Anna Hallberg (Svíþjóð), Christian Bök (Kanada), Catharina Gripenberg (Finnland), Billy Childish (Bretland), Jesse Ball (Bandaríkin), og Lone Hørslev (Danmörk). Þessi skáld eru meðal frægustu ljóðskálda sinna landa; Anna Hallberg var framlag Svía til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs síðast, þegar Sjón vann; Christian Bök er eitt af stærstu nöfnunum í ljóðlist í heiminum í dag, og hlaut hin virtu Griffin verðlaun; Catharina Gripenberg hlaut Arvid-Mörne verðlaunin, Billy Childish er goðsögn í pönkheiminum, ljóðskáld og tónlistarmaður; frumraun Jesse Ball, March Book vakti feykilega athygli í Bandaríkjunum og hann var sjálfur búsettur á Íslandi fyrir fáeinum árum; Lone Hörslev er eitt af efnilegustu ljóðskáldum Dana í dag.   Leikurinn hefst í Klink & Bank á föstudagskvöldinu, 29. júlí, klukkan 20:30. Þá er dagskráin sem hér segir:  

21:00 Ávarp: „Beðið eftir peningunum“ Eiríkur Örn Norðdahl og Halldór Arnar Úlfarsson   21:20 Þórdís Björnsdóttir 21:40 Lone Hørslev 22:00 Mugison 22:20 Haukur Ingvarsson 22:40 Billy Childish 23:10 Sölvi Björn Sigurðarson 23:30 Anna Hallberg 23:50 Ófeigur Sigurðsson og Rafmagnssveitin 00:10 Reykjavík!   Daginn eftir verður svo skundað niður í Norræna hús, þar sem dagskráin hefst klukkan 12:00 með tvískiptu málþingi um íslenska samtímaljóðlist annars vegar, og avant-gardisma vs. jaðarmenningu hinsvegar. Þar verða þátttakendur Anna Hallberg, Christian Bök, Benedikt Hjartarson, Haukur Már Helgason, Sjón, og Sigríður Albertsdóttir og fleiri. Davíð A. Stefánsson og Valur Brynjar Antonsson stjórna umræðum.   Klukkan 17:00 verður svo upplestra- og tónlistardagskrá, og móttaka í boði kanadíska sendiráðsins, þar sem fram koma Valur Brynjar Antonsson, Anna Hallberg, Catharina Gripenberg, Christian Bök, Haukur Ingvarsson, Lone Hørslev og Eiríkur Örn Norðdahl. Um tónlist sér tölvutónlistarmaðurinn Borko.   Um kvöldið verður haldið aftur upp í Klink og Bank, þar sem dagskrá hefst klukkan 20:30 og er sem hér segir:   21:00 Valur Brynjar Antonsson

21:20 Davíð A. Stefánsson 21:40 Catharina Gripenberg 22:00 5ta herdeildin 22:30 Þórunn Valdimarsdóttir 22:50 Jesse Ball 23:10 Halldór Arnar Úlfarsson „Harmsöngur einbúans“ 23:30 Oberdada von Brutal 23:50 Christian Bök 00:10 Skúli og Sökudólgarnir   Frekari upplýsingar má fá hjá Eiríki Erni Norðdahl (845 2685).