Fréttir
Menningarnótt
- lýst er eftir áhugasömum ljóðungum

Nú nálgast Menningarnótt óðfluga og lag að gera eitthvað á vegum ljóð.is. Eins og glöggir notendur hafa tekið eftir hefur fremur lítið verið af uppákomum á vegum ljóð.is síðustu misserin og því er gráupplagt alveg hreint að nota tyllidaginn 20. ágúst til að hefja eitthvað upp.   Við auglýsum hér með eftir hugmyndum og sjálfboðaliðum til að framkvæma hugmyndirnar. Vel er tekið á móti öllu og öllum - láta bara hugann fljúga, leyfa hugmyndum að fæðast og senda þær á info@ljod.is hið snarasta.   Ekki hika við að senda stórar og klikkaðar hugmyndir - það er aldrei að vita nema okkur líki við þær og þá er hægt að smala saman mannskapnum til að framkvæma þær.   Kveðja, ljóð.is