Fréttir
Ég halla mér að þér og flýg ...
- einleikur á bandoneon og ljóð um argentínskan tangó

Einleikur á bandoneon og ljóð um argentínskan tangó Dagskrá í Norræna húsinu 19. ágúst kl. 21:00  með tangótónskáldinu og bandoneonleikaranum Carlos Quilici frá Rosario í Argentínu og ljóðskáldinu Kristínu Bjarnadóttur.   Aðgangseyrir 1000 kr. eða  500 kr.(f.námsfólk, eldri borgara, öryrkja og atvinnulausa).   - Kaffistofan opin í hléi -   Carlos og Kristín bjóða uppá kyrrláta og persónulega kynningu á tangóheiminum á kvölddagskrá sinni í Norræna húsinu - sem hefst kl. 21. föstudaginn 19.ágúst - í ca eina og hálfa klukkustund með hléi. Carlos mun einnig spila einleik á bandoneon á Menningarnótt 20. ágúst, fyrst í Ingólfsnausti kl. 14:00 og 16:00 og síðan með Kristínu og tangódönsururnum Hany og Bryndísi í Iðnó kl 21.45. sjá: http://www.tango.is/menningarnott2005.htm     Um Dagskrána í Norræna húsinu: Einleikur Carlosar á tangóhljóðfærið bandoneón kallast á við texta Kristínar, sem skrifar út frá dansandi núi ... oft frá sjónarhóli norrænnar konu sem hefur ánetjast dansinum. Carlos leikur tangó frá ólíkum tímabilum og kynnir stíla bandoneonsnillinga allt frá því að hljóðfærið kom inn í tónlistarsögu argentínska tangósins og festist þar. Hann mun leika ýmis brot úr þeirri sögu allt frá Eduardo Aroles (1892 - 1924) með gælunafnið “El Tigre del bandoneón” og Aníbal Troilo (1914 – 1975) til Piazzolla og eigin tónsmíða.

Heimasíða Carlosar http://www.taurastango.com.ar Heimasíða Kristínar www.mamut.com/bjarnadottir og tangódagbók StinuCitu: www.bjarnadottir.blogspot.com