Fréttir
Landsmót hagyrðinga um helgina
- „Heimsins bestu hagyrðingar/hafa gleðikvöld...“

Landsmót hagyrðinga 2005 verður haldið í Ársal Radisson SAS hótels, (Hótel Sögu) laugardaginn 3. sept. nk.

 

Húsið opnar kl. 19 og borðhald hefst um kl. 20, verðið er um 4000 kr á mann. Dagskrá mótsins verður með hefðbundnu sniði í mat og miði, veislustjóri verður Þór Vigfússon, fv. skólameistari Fjölbr.skólans á Selfossi, Draugasetursforstjóri og Ferðafélagsgarpur m.m. en Kristján Bersi, snillingur og fv. skólameistari í Flensborg flyturhátíðarræðuna. Hann mun fjalla um kveðskap og kvæðamennsku.

 

Fimm hagyrðingar munu yrkja um ákveðin efni. Þeir eru: Sigurjón V. Jónsson, Suðurland Helgi Zimsen, Landnám Ingólfs Þórdís Sigurbjörnsdóttir, Vesturland Davíð Hjálmar Haraldsson, Norðurland Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Austurland

 

Auk þess verður leitað eftir vísum gesta, rímur kveðnar o.fl. Ingi Heiðmar Jónsson verður á píanóinu og lokkar fram danslög í lokin.

 

Þetta verður landsmót aldarinnar. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

 

Ekkert glaðan anda þvingar, ómar vísnafjöld. Heimsins bestu hagyrðingar, hafa gleðikvöld.

 

Þáttökutilkynningar berist á póstfang:  landsmot@hotmail.com eða hringið í Sigrúnu í síma 824 5311, Sigurð í síma 892 1644.

 

f.h. undirbúningsnefndar, Baldur Garðarsson rannsóknarmaður (og hagyrðingur) á Hafrannsóknarstofnun.