- fyrirlestur um erindi og framtíð ljóðsins, 14. september
Sigurðar Nordals fyrirlestur Ingibjörg Haraldsdóttir, rithöfundur, flytur opinberan fyrirlestur um erindi og framtíð ljóðsins, miðvikudaginn 14. september 2005, á fæðingardegi dr. Sigurðar Nordals. Fyrirlesturinn verður fluttur í Norræna húsinu og hefst kl. 17.00. Fyrirlesturinn er í boði Stofnunar Sigurðar Nordals. Hann nefnist: Ljóð gripin sem hálmstrá." Ingibjörg Haraldsdóttir fæddist í Reykjavík. Hún lauk meistaraprófi í kvikmyndastjórn frá Kvikmyndaskóla ríkisins í Moskvu 1969 og starfaði sem aðstoðarleikstjóri við leikhúsið Teatro Estudio í Havana á Kúbu á árunum 1970-75. Eftir að hún fluttist heim til Íslands vann hún um árabil sem blaðamaður og kvikmyndagagnrýnandi á dagblaðinu Þjóðviljanum. Frá 1981 hefur Ingibjörg starfað sem þýðandi og ljóðskáld. Fyrsta ljóðabók Ingibjargar, Þangað vil ég fljúga, kom út árið 1974. Ingibjörg hefur gefið út sex ljóðabækur. Ljóð hennar hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál. Þá hefur Ingibjörg verið mikilvirkur þýðandi, einkum úr rússnesku og spænsku. Hefur hún hlotið margs konar viðurkenningar fyrir ritstörf sín, m.a. slensku bókmenntaverðlaunin 2002 fyrir ljóðabókina Hvar sem ég verð. Ingibjörg sat í stjórn Rithöfundasambands Íslands frá 1992-98 og var formaður sambandsins 1994-98. Allir eru velkomnir á Sigurðar Nordals fyrirlesturinn 14. september nk.