Fréttir
Ljóðahátíð Nýhil í útvarpinu
- tvo mánudaga í röð

Hin alþjóðlega ljóðahátíð Nýhils sem haldin var um Verslunarmannahelgina er nú flutt í heild sinni á Rás1. Fyrri hluti var fluttur mánudagskvöldið 26. september og seinni hluti verður á dagskrá kl. 20.05 mánudagskvöldið 3. október. Samtals er því um að ræða nærri átta klukkutíma af efni um ljóðlist. Hægt er að nálgast upptökurnar á vef RÚV, www.ruv.is.   Áhugafólk um ljóðlist er hvatt eindregið til að kynna sér upptökurnar, bæði málþingið og ljóðaupplestrana.