Fréttir
Rokna afmælisljóðakvöld ljóð.is
<font size="1">- fjögurra ára afmælisljóðaveisla á Café Rósenberg, 16. nóvember kl. 20:00</font>

Merkisdagurinn 16. nóvember er ekki bara fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar og hátíðlegur Dagur íslenskrar tungu. 16. nóvember er líka (og fyrst og fremst) afmælisdagur ljóð.is. Þetta árið erum við fjögurra ára gömul og viljum fagna því með ærlegu ljóðapartíi.   Afmælisdagskráin fer fram á Café Rósenberg, Lækjargötu, og hefst kl. 20:00.   Eftirtalin ljóðskáld lesa upp úr verkum sínum:   Bragi Ólafsson Halldóra Kristín Thoroddsen Haukur Ingvarsson Henrik Garcia Hildur Lilliendahl Hörður Dan Óttar Martin Norðfjörð Toshiki Toma Þórunn Valdimarsdóttir   Skúli Þórðarson, trúbador, mun brjóta upp hátíðleikann með eitruðum lögum sínum og dagskránni ljúka svo tveir framúrstefnulegir menn með verkefni sem þeir kalla Ljóðarímixkaríókí Dadda. Þar býðst öllum viðstöddum að láta tölvuforrit framleiða fyrir sig ljóð eftir kúnstarinnar reglum.   Sem sagt - safaríkt ljóðakvöld í tilefni stórafmælis. Allir velkomnir á meðan húsrými leyfir og afmælisblöðrur vel þegnar.