- hátíðardagskrá 10. desember
Sýning og hátíðardagskrá í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá afhendingu Nóbelsverðlauna Halldórs Laxness Gljúfrasteinn stendur fyrir sýningu í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin frá því að Halldór Laxness fékk Nóbelsverðlaunin í Stokkhólmi. Sýningin verður opnuð með fjölbreyttri dagskrá 10. desember. Dagskráin hefst kl. 11 og stendur til kl. 22 þar sem úrval listamanna koma fram. Meðal þess sem sýnt verður á sýningunni í Þjóðmenningarhúsinu er kjóll Auðar Laxness sem hún klæddist við Nóbelsverðlaunaafhendinguna 1955, borðbúnaður frá Nóbelssafninu í Svíþjóð, mynd Ósvaldar Knudsen og Nóbelsverðlaunin sjálf.Þjóðmenningarhúsið verður opið upp á gátt allan laugardaginn og verður komið fyrir kaffihúsi í bókasalnum þar sem hátíðardagskráin fer fram. Aðgangur er ókeypis.
Sjá dagskrá á heimasíðu Gljúfrasteins.