Fréttir
- eftir Kristian Guttesen
Litbrigðamyglaeftir Kristian Guttesen
Litbrigðamygla heitir ný ljóðabók eftir Kristian Guttesen. Hér er á ferðinni sjötta ljóðabók höfundar, en hann hefur getið sér orð fyrir persónulegan stíl þar sem hann tekur lesandann á hljóðlátt eintal. Í þessari bók dvelur ljóðmælandinn á draugasetri þar sem draumar og veruleiki verða eitt. Þar ríkja hinir dauðu og tíminn stendur í stað. Þetta nýstárlega verk er sannkölluð ljóðahrollvekja.
Birgitta Jónsdóttir sá um umbrot og hannaði kápuna. Bókin er 48 bls. og var prentuð í Offsetfjölritun. Salka gefur út.