<font size="2">Annað Skáldaspírukvöldið á þessu ári og 52. frá upphafi er haldið nk.<br />þriðjud.kvöld á Iðu, jarðhæð, kl. 20.00 31.jan.</font>
Annað Skáldaspírukvöldið á þessu ári og 52. frá upphafi er haldið nk.þriðjud.kvöld á Iðu, jarðhæð, kl. 20.00 31.jan. Þetta kvöld mun taka ásig alþjóðlegan svip. Snæfríður Ingadóttir mun lesa upp úr nýrri jólabóksinni: Opið hús - menning á Íslandi nútímans. En þar fjallar hún um nýbúafrá þrettán löndum, menningu þeirra og annað og birtir m.a. tvo matseðlafrá hverju landi. Athyglisverð bók fyrir alla þá sem vilja kynnastmenningu annarra landa og hvernig hún blómstrar á Íslandi. Snæfríður munríða á vaðið og svara fyrirspurnum um bókina og býður sú umfjöllun upp álíflegar umræður.Eftir hlé les Björk Þorgrímsdóttir upp úr óbirtum ljóðum sínum, sem húnorti í Armeníu, þar sem hún fékkst við hjálparstörf á liðnu ári. Björksegir okkur betur frá kynnum sínum við landið og kveikjuna að nýjustuljóðum sínum. Gaman verður að fylgjast með Björk, en hún mun einnig kynnanýja hugmynd um frekari útrás Skáldaspírunnar, einkum á meðal ungs fólks,sem er sérstaklega hvatt til að mæta á þetta kvöld.Sem sagt allir sem eru opnir fyrir nýjum stefnum og straumum og kunna aðmeta góðan mat í bland við andlega næringu eru hvattir til að mæta. Gestirmega taka með sér hressingu eða veitingar niður í upplestrarrými.Skipulagningu kvöldsins annast Benedikt S. LafleurTel. 55 282 55 ps. Sem fyrr er hægt að kaupa allar bækur Lafleurútgáfunnar með 20 prósent afslætti á Skáldaspírukvöldi, sem og bækurskáldanna sem lesa. Gestir mega taka með sér veitingar úr kaffihúsinu aðofan.