Fréttir
- Þjóðleikhúsinu kl. 21:00 - „Ljóðið í líkamlegri nálægð“
Ljóðið í líkamlegri nálægð Þriðjudaginn 28. mars verður haldin ljóðaskemmtun í Þjóðleikhúskjallaranum sem ber heitið "Ljóðið í líkamlegri nálægð". Þar verður fjallað um hvers kyns líkamaljóð; ljóð um nautnir, losta, unað, sársauka, veikindi, vellíðan, útlit, hendur, höfuð o.fl. o.fl. Þessi dagskrá er hluti af ljóðaseríu Þjóðleikhússins, Ljóðs manns æði. Umsjónarmaður líkamakvöldsins er Sigurbjörg Þrastardóttir, vandlega studd af nokkrum leikurum Þjóðleikhússins. Sérstakur gestur verður skáldið Kristín Ómarsdóttir sem kemur til spjalls og ljóðaflutnings. Dagskráin hefst kl. 21:00, en húsið opnar kl. 20:30. Aðgangseyrir er 500 krónur.
Nánari upplýsingar: http://www.leikhusid.is/default.asp?news_id=5944