Fréttir
Japönsk ljóð og sögur
- í Háskóla Íslands, 1. apríl kl. 14:00

Japönsk ljóð og sögurÍslensk-japanska félagið minnist 25 ára afmælis á þessu ári. Af því tilefni gengst félagið fyrir málþingi um japönsk ljóð og sögur í Háskóla Íslands, Odda, stofu 101, laugardaginn 1. apríl nk., kl. 14.00. Aðalfyrirlesari verður Alan Cummings, lektor í japönsku máli og bókmenntum við Lundúnaháskóla. Nefnist fyrirlestur hans „Narrative and geography in Kabuki" og verður fluttur á ensku.Aðrir fyrirlesarar verða Óskar Árni Óskarsson, rithöfundur, Úlfhildur Dagsdóttir, bókmenntafræðingur, Ásta Gunnlaugsdóttir og Ólafur Sólimann, nemar í japönsku við Háskóla Íslands.Málþingið er haldið í samvinnu við Japanska sendiráðið á Íslandi. Allir velkomnir Íslensk-japanska félagiðisjap@islandia.is