Fréttir
Ljóðaupplestur - Án titils
- Café Rósenberg, þriðjudaginn 18. apríl kl. 21

Upplestrarkvöldið "Án titils" verður haldið á Café Rósenberg næstkomandi þriðjudagskvöld 18. apríl.

Hér eru á ferð upprennandi skáld sem munu lesa upp úr óútkomnum og útkomnum verkum sínum. Gestir munu upplifa endurreisn fagurfræðinnar í íslenskri ljóðagerð.  

Upplesarar verða: Arngrímur Vídalín Hildur Lilliendahl Kári Páll Óskarsson Emil Hjörvar Petersen Hallur Þór Halldórsson Davíð A. Stefánsson

Einnig mun söngvaskáldið Lay Low flytja smá blús. Verknaðurinn hefst klukkan 21:00 og aðgangur er ókeypis.