Fréttir
Nýtt vefrit um ljóðlist
- Tíu þúsund tregawött kveða sér hljóðs á internetinu.

Tíu þúsund tregawött er vefrit um ljóðlist sem býr að www.10000tw.blogspot.com. Þar verður birt alls lags efni um ljóðlist, íslenska og erlenda, gamla og nýja, framúrstefnu og hefðbundna, og hefur þegar nokkuð birst af efni þó ritið sé einungis þriggja daga gamalt. Að ritstjórn þessa nýja vefrits standa Ásgeir H. Ingólfsson, bókmenntafræðingur, Eiríkur Örn Norðdahl, ljóðskáld, Hildur Lilliendahl, ljóðskáld, Ingi Björn Guðnason, bókmenntafræðingur og Ingólfur Gíslason, stærðfræðingur.Í fréttatilkynningu er útgefendum bent á að hægt verður að fara fram á umfjöllun um tilteknar bækur á síðunni, hvort sem er nýútgefnar íslenskar ljóðabækur, eldri íslenskar ljóðabækur eða bækur með ljóðaþýðingum. Bókaútgefendum er bent að hafa samband á tiuthusundtregawott@gmail.com, æski þeir sérstakrar umfjöllunar, ritdóms eða birtingar efnis úr bókum.

Ljóðskáldum, bókmenntafræðingum, þýðendum og ljóðaunnendum er að auki bent á að senda inn efni. Nánari upplýsingar á: http://10000tw.blogspot.com/2006/05/ritstjrn.html