Fréttir
Ný ljóðabók
- Söngvar eftir Þór Stefánsson

Frétt frá Bókaútgáfunni DEUS: Söngvar eru sjötta ljóðabók Þórs Stefánssonar. Í Söngvum leikur höfundur sér að rími og stuðlum og kemur víða við í umfjöllunarefnum. Tónninn í ljóðunum er oft gáskafullur þótt fjallað sé um háalvarleg efni.   Fyrri frumsamdar ljóðabækur Þórs eru:   Haustregnið magnast, 1989Í gróðurreit vorsins, 1990Hjartarætur í snjónum, 1995Ljóð út í veður og vind, 1998Í ljósi þínu, 2003   Þór er einnig ötull ljóðaþýðandi. Hann hefur þýtt fimm bækur eftir franska skáldið Guillevic en síðast sendi hann frá sér safn Québecskálda.   Þá hefur hann valið og þýtt safn ljóða eftir 25 íslensk samtímaskáld á frönsku. Bókina má nálgast í öllum helstu bókaverslunum. Kápumyndin er eftir Sigurð Þóri, listmálara. Bókin er 96 bls. Útgefandi er Deus. Leiðbeinandi verð er kr. 2.900,- -- Með bestu kveðju, Kristian Guttesen.http://internet.is/guttesen/deus.html