<em>Vélgölturinn,</em> ný ljóðabók eftir Bjarna Bernharð frá DEUS.
http://www.internet.is/guttesen/velgolturinn.html--Ljóðin eru bikar helltur fullur af myrkri
Bókaútgáfan Deus sendir frá sér sína áttundu afurð, Vélgöltinn eftir Bjarna Bernharð. Í þessari bók gerir skáldið upp við örlagaríka atburði fortíðarinnar. Bókin skiptist í stutta og ljóðræna texta og lengri prósa. Ljóðlist Bjarna Bernharðs hefur seinni árin einkennst af meiri ljóðrænni kyrrð og myndrænni fegurð en æskuverk hans báru með sér og er anægjulegt að fylgjast með þessum þroska á höfundaferli Bjarna. Í sýruskipinusigli til ókunnra heima.Þungur straumurþykir villuhætt. Furðumbregður fyrirá fölbleikum himni. Að lokumétur vélgölturinnalla ferðina.
Vélgölturinn er tólfta ljóðabók Bjarna Bernharðs. Hann hefur fengist við skáldskap og málaralist í þrjá áratugi. Um fyrri bækur hans sögðu gagnrýnendur meðal annars:
„Bjarni þeytir sér á flug." – Eiríkur Örn Norðdahl „Ljóðheimur hans er menningarkimi, jaðarmenning.Ljóðin eru bikar helltur fullur af myrkri." – Skafti Þ. Halldórsson