Nanortalik
Í dag syngur hrafninn válegan söng
og blóðugur rekís í fjöruborðinu
vitnar um helstríð

Í dag var tekin gröf
í klöppina með dínamíti

Í dag koma margir
með glamrandi poka úr kaupfélaginu

Í dag verður mikill veiðimaður grafinn
 
Benóný Ægisson
1952 - ...
Af heimasíðu höfundar - <a href=" http://www.simnet.is/benaegis/" target="new">http://www.simnet.is/benaegis/</a>
1999.
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Benóný Ægisson

Nanortalik