Fljótið
Meðan vitund mín lítur
yfir hafið
og ég sé hafið
sé ég hafið í fljótinu

Þú ert spegill einhverrar
sálar
Ó, yndislega veröld
hvað ertu annað en
spegill
annað en sönn trú

Ó, fagra vatn
vatnið hefur alltaf
verið ég og þú

Og þá sá ég ströndina
hafið leit mig sem regnið
þá fangaði ég regnið
og það leit í augu mín
Guðdómleg sýn

Hafið lítur mig
glitrandi augum
meðan regnið sefur
Teningur varpar
gagnsæum vængjum
yfir vindinn

Það er vatnið

Það gerir einnig lindin

Við erum menn
sem förum upp fljót
og fljótið stendur
yfir hafinu

Nakin kona
sem er að vona

Ég hef farið þetta fljót
og ég var fljót
 
Grétar Lárusson


Ljóð eftir Grétar

Fljótið