

Klukkan tíu að morgni með tárvota kvarma
Kveður hann lífið í hinsta sinn
Í von um að bíði hans galopnir armar Ömmunnar gömlu sem kyssti hans kinn
Í lífinu hafði hann orðið undir
Eilífðin hafði hans sálu merkt
En hafði þó margoft um grösugar grundir
Glaðvær hlaupið um náttúru slekt
En tíminn hafði í taumanna tekið
Tifað’í burtu hægt og hægt
Í sjálfsvorkun hafði hann eftir setið
Sínu litla lífi frá sér bægt
Fölur og fár hann negldur er niður
Náhvítur líkaminn sál hans enn bar
Loksins í myrkrinu heyrði hann kliður: Hún amma þín er ekki á þessum stað
Kveður hann lífið í hinsta sinn
Í von um að bíði hans galopnir armar Ömmunnar gömlu sem kyssti hans kinn
Í lífinu hafði hann orðið undir
Eilífðin hafði hans sálu merkt
En hafði þó margoft um grösugar grundir
Glaðvær hlaupið um náttúru slekt
En tíminn hafði í taumanna tekið
Tifað’í burtu hægt og hægt
Í sjálfsvorkun hafði hann eftir setið
Sínu litla lífi frá sér bægt
Fölur og fár hann negldur er niður
Náhvítur líkaminn sál hans enn bar
Loksins í myrkrinu heyrði hann kliður: Hún amma þín er ekki á þessum stað