Mók
Flæði flugur flóð í hug mér
fláðu þessa skepnu sem skapraunar mér
Fláðu hana deyðu hana svo harmakveinin hætti
hatrið hennar á mér dynur við þetta ei mig sætti
Svimar mig sem sótthiti mig hrjái

Hring og hring mín hugsun þvælist
svo helaum sál mín til hliðar fælist
Þráhyggjan er þyngsta þrautin
þver og þolin og hennar brautin
hlykkjast hleypur upp og niður
Slíkur er hennar siður

Út já út vill sjálf mitt skreppa
burt frá æðisraun vill sleppa
Þráir frið og þráir deyfð
þar sem engin tilfinning er leyfð
Að vera ekkert að vera hvergi
að leysast upp sem bergi
ég á bikari sindrandi seiðandi særir
hans vökvi er sætur sælu færir
Svífur mín sál sem í algleymi svæfi

 
hugarvíl
1982 - ...


Ljóð eftir hugarvíl

Mók