Lögregluríkið
Hvað á ég að gera? Mig kvelur kvöl!
Karamellu ég hnuplaði um daginn.
Kaupmaðpur reiddist og kvað þjófaböl
sinn koma við peninga haginn.
Mig lögreglan samstundis leiddi á braut ,
laminn handjárnum óx nú mín þraut.
Og fangelsisholan var fúl þessa nótt,
úr fötum ég háttaður var.
Eymd mín var stærst þegar úrið var sótt,
ekkert tímaskin lengur ég bar.
Ég óvígur lá þar með órofa hlekki
og átti að skilja:,,Glæpir borga sig ekki”!
Þrjátíu dagana ég þrauka nú átti,
það er mikið að gera í dómarastétt.
Fjórum sinnum svo framlengja mátti,
þá framseldur var til að mæta í rétt.
Þar dómarinn blaðaði í bókum með spekt,
mér bandaði frá sér: ,,Nú greiðir þú sekt”!
Ég horfði í bræði á helvítis hundinn,
hreykti mér aðeins og mælti við raust:
,,Í mánuði fimm mátti ég liggja bundinn,
mín fjölskylda lenti á vergang í haust.
Á lögreglu kerfinu taka ætti törn,
þið tukthúsið eingöngu fátæka og börn\".
,,Ég aldeilis á þér ekkert að greiða
og enga krónu hef ég í mínum sjóð.
Þið megið bara gera ykkur gleiða,
gróflega hef ég, á ykkur viðbjóð\".
Þar með var ég dæmdur aftur inn
og á víst að dúsa þar fyrst um sinn.
Eftirskrift:
Eru dómsvöld landsins aðeins peningar og pólitík
og prentfrelsið bundið að einhverju leiti
hentistefnu höfðingjanna í Reykjavík
til að heilfrysta mál eða að leggja í bleyti?
Karamellu ég hnuplaði um daginn.
Kaupmaðpur reiddist og kvað þjófaböl
sinn koma við peninga haginn.
Mig lögreglan samstundis leiddi á braut ,
laminn handjárnum óx nú mín þraut.
Og fangelsisholan var fúl þessa nótt,
úr fötum ég háttaður var.
Eymd mín var stærst þegar úrið var sótt,
ekkert tímaskin lengur ég bar.
Ég óvígur lá þar með órofa hlekki
og átti að skilja:,,Glæpir borga sig ekki”!
Þrjátíu dagana ég þrauka nú átti,
það er mikið að gera í dómarastétt.
Fjórum sinnum svo framlengja mátti,
þá framseldur var til að mæta í rétt.
Þar dómarinn blaðaði í bókum með spekt,
mér bandaði frá sér: ,,Nú greiðir þú sekt”!
Ég horfði í bræði á helvítis hundinn,
hreykti mér aðeins og mælti við raust:
,,Í mánuði fimm mátti ég liggja bundinn,
mín fjölskylda lenti á vergang í haust.
Á lögreglu kerfinu taka ætti törn,
þið tukthúsið eingöngu fátæka og börn\".
,,Ég aldeilis á þér ekkert að greiða
og enga krónu hef ég í mínum sjóð.
Þið megið bara gera ykkur gleiða,
gróflega hef ég, á ykkur viðbjóð\".
Þar með var ég dæmdur aftur inn
og á víst að dúsa þar fyrst um sinn.
Eftirskrift:
Eru dómsvöld landsins aðeins peningar og pólitík
og prentfrelsið bundið að einhverju leiti
hentistefnu höfðingjanna í Reykjavík
til að heilfrysta mál eða að leggja í bleyti?
Ort 1981, en þá tel ég hafa verið búið að móta sterklega valdníðsluna af hendi stjórnvalda og offarir lögreglu komnar í gang með fasiskum tilburðum.