Ræktunarhryssurnar 2004
Fædd 1980 en ort 3.6.2004
Með hryssunni Skuld, hófum við ræktunina aftur!
Um “Hrekkjaskjónu” okkar nágranninn blaðrar!!!
Því hún er svo stórbrotin að stoppar varla kjaftur
og staða mála sú að lítið er til að segja um aðrar!
Og Skuld endar síðla ævina sína
endist hún bara þó nokkuð vel.
Sú hefur skjóttan feldinn sinn fína
fengið í arf og mæta hana tel.
Undan Skuld og Otri árið 2000:
Óðfluga ruddist í ræktunina harða.
Rauðbrún á litin með dálítið stress.
Sem folald hljóp yfir grindur og garða
glettnisleg á svipinn og vinkaði bless.
Keypt folald árið 1999:
Kjarnorka er svört frá Kjarnholtabúi.
Kynbótahryssa sem prýðir vora sveit.
Þeir eru með fádæmum tel ég og trúi
taktarnir fjölhæfu er veður hún reit.
Keypt sem fyl í Ólgu frá Húsavík 2001:
Glóra er rauð, sívöl og sælleg hryssa.
Sleipur náði ég henni í mitt vildarstóð.
Það er mín trú og það er stöðug vissa
að þjóðarstáss verði og til reiðar góð.
Röst er fædd 2003 undan Óðflugu
og Vali frá Höskuldsstöðum:
Sýnist vera laus við löst,
líkaminn brúnskjótt yndi.
Léttum sporum rýkur Röst,
sem reykur í snörpum vindi.
Atorka fædd 2003:
Kastað hefur Kjarnorka
og kynnt sína jörpu línu.
Tíguls er dóttirin Atorka,
með allt á hreinu og fínu.
Fædd 11.6.2004:
Skverleg undan Skuld kom jörp
út úr skyndikynnum í langri ferð!
Hún töfrum frá Gára skilar skörp
sem og sköpulagi af bestu gerð!
SÚ VERÐUR EI SELD FYRIR LÍTIÐ VERÐ!
Fengin í hestakaupum 24.8.2004, 4.vetra
undan Óskahrafni og Piltsdóttur:
Askan svarta vekur hér nú vonarinnar glóð!
Virkilega gæfuleg, með kosti af besta tagi!!
Rataði hún í hestakaupum, rétt á vora slóð!
Reynast skiptin trúi ég báðum í góðu lagi!!!
Ritdómur 2005:
Hrossablóð í fyrsta flokki
flæðir um í stóðinu
en ekki birtist þessi þokki
þegar að kemur ljóðinu.
Svona er maður andstyggilegur.
Góðar stundir!
Hreinn Þorkelsson frá Laugarvatni.
Með hryssunni Skuld, hófum við ræktunina aftur!
Um “Hrekkjaskjónu” okkar nágranninn blaðrar!!!
Því hún er svo stórbrotin að stoppar varla kjaftur
og staða mála sú að lítið er til að segja um aðrar!
Og Skuld endar síðla ævina sína
endist hún bara þó nokkuð vel.
Sú hefur skjóttan feldinn sinn fína
fengið í arf og mæta hana tel.
Undan Skuld og Otri árið 2000:
Óðfluga ruddist í ræktunina harða.
Rauðbrún á litin með dálítið stress.
Sem folald hljóp yfir grindur og garða
glettnisleg á svipinn og vinkaði bless.
Keypt folald árið 1999:
Kjarnorka er svört frá Kjarnholtabúi.
Kynbótahryssa sem prýðir vora sveit.
Þeir eru með fádæmum tel ég og trúi
taktarnir fjölhæfu er veður hún reit.
Keypt sem fyl í Ólgu frá Húsavík 2001:
Glóra er rauð, sívöl og sælleg hryssa.
Sleipur náði ég henni í mitt vildarstóð.
Það er mín trú og það er stöðug vissa
að þjóðarstáss verði og til reiðar góð.
Röst er fædd 2003 undan Óðflugu
og Vali frá Höskuldsstöðum:
Sýnist vera laus við löst,
líkaminn brúnskjótt yndi.
Léttum sporum rýkur Röst,
sem reykur í snörpum vindi.
Atorka fædd 2003:
Kastað hefur Kjarnorka
og kynnt sína jörpu línu.
Tíguls er dóttirin Atorka,
með allt á hreinu og fínu.
Fædd 11.6.2004:
Skverleg undan Skuld kom jörp
út úr skyndikynnum í langri ferð!
Hún töfrum frá Gára skilar skörp
sem og sköpulagi af bestu gerð!
SÚ VERÐUR EI SELD FYRIR LÍTIÐ VERÐ!
Fengin í hestakaupum 24.8.2004, 4.vetra
undan Óskahrafni og Piltsdóttur:
Askan svarta vekur hér nú vonarinnar glóð!
Virkilega gæfuleg, með kosti af besta tagi!!
Rataði hún í hestakaupum, rétt á vora slóð!
Reynast skiptin trúi ég báðum í góðu lagi!!!
Ritdómur 2005:
Hrossablóð í fyrsta flokki
flæðir um í stóðinu
en ekki birtist þessi þokki
þegar að kemur ljóðinu.
Svona er maður andstyggilegur.
Góðar stundir!
Hreinn Þorkelsson frá Laugarvatni.
Ræktunarhryssur Ásvaldar stórkaupsmanns
og Einars stórbónda óðalsins í Efri-Skálateigi 2
og Einars stórbónda óðalsins í Efri-Skálateigi 2