Óttinn
Ótti í dölum sem uppi í heiðum,
óttast nú fólkið skuggana sína,
óttinn hamlar öllum leiðum,
óttast menn svo að þeir láta sig pína.
Þrælablóð í þeirra æðum rennur,
sem þora engu eða reyna að verjast.
En víkingarnir þoldu vígasennur
og voru alltaf til í það að berjast.
Ætla ég hyggindin öll sem best,
örlögin ráða en lífsins er glíma.
Úr vesöldinni, þá ræðst fyrir rest,
reynslan mun kenna börnum síns tíma.
En börnin þurfa að öðlast frið til að fæðast.
Fleiri eyða mannlíf, heldur en það bæta.
Embættismenn nú ekkert kunna að hræðast.
Elska bara vellystingar og peningana mæta.
óttast nú fólkið skuggana sína,
óttinn hamlar öllum leiðum,
óttast menn svo að þeir láta sig pína.
Þrælablóð í þeirra æðum rennur,
sem þora engu eða reyna að verjast.
En víkingarnir þoldu vígasennur
og voru alltaf til í það að berjast.
Ætla ég hyggindin öll sem best,
örlögin ráða en lífsins er glíma.
Úr vesöldinni, þá ræðst fyrir rest,
reynslan mun kenna börnum síns tíma.
En börnin þurfa að öðlast frið til að fæðast.
Fleiri eyða mannlíf, heldur en það bæta.
Embættismenn nú ekkert kunna að hræðast.
Elska bara vellystingar og peningana mæta.
Anno 2002