Allt er nú vandanum vafið!!!
Allt er nú vandanum vafið!!!
Virðist þar hvað sem annað!
Illt telst sem best upp hafið!
Allt hið góða lokað og bannað!
Hryðjuverkin og hroðaleg morð
henda sig oft á stríðsglæpatímum!
Hugtökin spanna víst engin orð
öryrkjans nú í mannréttarglímum!!
Með ofurhuga og orðanna “ræpum”
andlega sjúkir í metorð og völd
samtíningi af siðleysi og glæpum
sullað er í ólög langt fram á kvöld.
Æran er fljót að fjúka,
fáir sjá við lífsins táli.
Oft sem best illu af ljúka
eða þá sem skipti engu máli.
Samviskan týnist, óttinn í augum
Alþingi kennir nútímans svipinn,
en aðrir geta sér tapað á taugum,
takist þeim ekki að halda í gripinn.
“Sjaldan er fíflum framaskortur,”
fara hlaupandi upp stiganna þrep!
Frá þeim kreistist ört lítill ”lortur,”
lemjast svo í forinni undir drep!
“Marga hefur veröld villt!!!”
Villtir þeir kenna enga slóða!
Foröðin geta ferðunum spillt
og forlögin gert úr þeim sóða!
Alltaf reynast uslagjöldin
erfið mest bóta sé þörf!!!
Ekkert ég spara á spjöldin
spyrjist í aldanna hvörf!!!
Virðist þar hvað sem annað!
Illt telst sem best upp hafið!
Allt hið góða lokað og bannað!
Hryðjuverkin og hroðaleg morð
henda sig oft á stríðsglæpatímum!
Hugtökin spanna víst engin orð
öryrkjans nú í mannréttarglímum!!
Með ofurhuga og orðanna “ræpum”
andlega sjúkir í metorð og völd
samtíningi af siðleysi og glæpum
sullað er í ólög langt fram á kvöld.
Æran er fljót að fjúka,
fáir sjá við lífsins táli.
Oft sem best illu af ljúka
eða þá sem skipti engu máli.
Samviskan týnist, óttinn í augum
Alþingi kennir nútímans svipinn,
en aðrir geta sér tapað á taugum,
takist þeim ekki að halda í gripinn.
“Sjaldan er fíflum framaskortur,”
fara hlaupandi upp stiganna þrep!
Frá þeim kreistist ört lítill ”lortur,”
lemjast svo í forinni undir drep!
“Marga hefur veröld villt!!!”
Villtir þeir kenna enga slóða!
Foröðin geta ferðunum spillt
og forlögin gert úr þeim sóða!
Alltaf reynast uslagjöldin
erfið mest bóta sé þörf!!!
Ekkert ég spara á spjöldin
spyrjist í aldanna hvörf!!!
Anno 2002