Ýmsir buðu oft mér fár
Ýmsir buðu oft mér fár,
aldrei ég sendi þeim rós,
frekar sem klofið kviðarhár,
kveðjur með nógum fransós.
Þybbið er oft þrælanna lið,
það má hér búa við sitt.
Ranglátt hyski af ríkissið,
ránshöndum fer um mitt.
Leiðist mér þessi ,,rassareið”,
en rónunum finnst það skást
og ei reynast uslagjöldin greið,
gegnir víst lítt um að fást.
-Best er að vera bráður í raun-
búa sig undir sem verst.
Alltaf dugðu mér lítil laun
og lund til að gera sem best.
aldrei ég sendi þeim rós,
frekar sem klofið kviðarhár,
kveðjur með nógum fransós.
Þybbið er oft þrælanna lið,
það má hér búa við sitt.
Ranglátt hyski af ríkissið,
ránshöndum fer um mitt.
Leiðist mér þessi ,,rassareið”,
en rónunum finnst það skást
og ei reynast uslagjöldin greið,
gegnir víst lítt um að fást.
-Best er að vera bráður í raun-
búa sig undir sem verst.
Alltaf dugðu mér lítil laun
og lund til að gera sem best.
Anno 2002