Rollugúllak Litlu Moskvu 1980
Þrisvar sinnum þrjátíu daga
þrauka fangar svelti á Ísalandi hrjáðu.
Þá er ”Rollu-Mási” að reita og plaga
sem reiður hundur “Skæru-Loga” í bandi dáðu.
Ær og lömb hafa ekkert skjól í að leita
en eymdarkvölurum hlífir skjöldur raggeita.
Bregðum ám og lömbum í bæjarstjórnarsætin
Og bæjarstjórnarliðinu í girðingarkytru.
Tannagnísturs háreisti! Mynduðust mannalætin?
Ef ME! Segðu ráðstjórnarfulltrúarnir vitru.
Yrði þá lágkúran að lúffa fyrir hornum
og Loga bæjarstjóra vikið af sauðum eðalbornum?
Þið sjáið nú hágöfginn hrútanna stóru
hefna fyrir ykkur kalda og rýra í bjórnum.
Nei, því miður vinir! Sauðirnir sáu ekki glóru.
Þó sveitarstjórnarmannanna hátt léti í kórnum.
Þeir hugguðu sig við hugsunina skíru
að í haust yrðuð þið skornir og seldir verði dýru.
En hvað var það sem hrjáði ykkur mest?
Hungur, þorsti, kuldi, ormar, riðuveiki?
Urðu þorparans hrópin á Þrótt ekki verst?
Er þrútinn froðu hann melsins var á reiki.
Í knattspyrnuöskur hvarf ykkar sári jarmur!
Afmyndun kvalarans sýndi: MARK! Það var harmur!
þrauka fangar svelti á Ísalandi hrjáðu.
Þá er ”Rollu-Mási” að reita og plaga
sem reiður hundur “Skæru-Loga” í bandi dáðu.
Ær og lömb hafa ekkert skjól í að leita
en eymdarkvölurum hlífir skjöldur raggeita.
Bregðum ám og lömbum í bæjarstjórnarsætin
Og bæjarstjórnarliðinu í girðingarkytru.
Tannagnísturs háreisti! Mynduðust mannalætin?
Ef ME! Segðu ráðstjórnarfulltrúarnir vitru.
Yrði þá lágkúran að lúffa fyrir hornum
og Loga bæjarstjóra vikið af sauðum eðalbornum?
Þið sjáið nú hágöfginn hrútanna stóru
hefna fyrir ykkur kalda og rýra í bjórnum.
Nei, því miður vinir! Sauðirnir sáu ekki glóru.
Þó sveitarstjórnarmannanna hátt léti í kórnum.
Þeir hugguðu sig við hugsunina skíru
að í haust yrðuð þið skornir og seldir verði dýru.
En hvað var það sem hrjáði ykkur mest?
Hungur, þorsti, kuldi, ormar, riðuveiki?
Urðu þorparans hrópin á Þrótt ekki verst?
Er þrútinn froðu hann melsins var á reiki.
Í knattspyrnuöskur hvarf ykkar sári jarmur!
Afmyndun kvalarans sýndi: MARK! Það var harmur!