-Illt skal með illu út reka-
Á þóttans böli og þjösnahætti,
þið ættuð nú að taka af mætti
og berja sundur báða kjálka,
svo bríxlist ekki við stjórnarjálka.
Merjiði kláðamaurinn sundur,
merkastur yrði bæjarfundur,
er þvílík dýrðar flygi fréttin,
færðist bros á kvalar smettin.
Hann miskun guðs ei myndi hljóta,
sem marði alla sér til fóta,
mæddar skepnur menn og börn,
malaði þessi synda kvörn.
Og rymur sífellt meira, meira,
menn slíkt ekki vilja heyra,
sem trúa á guð og góða vætti,
þeim geðjast ekki slík úrþvætti.
Hér dimmu veldur djöfuls hundur,
af dökkri ösku er hulinn lundur.
,,BAGÁLL” ykkar sópar svæðið,
ef samfélagið lengur hæðið.
Drullu núinn Logans larður,
lippast skal í kuðung harður,
eða viljiði láta berja betur,
bæjar-stjóra-ræfils-tetur.
BURT, með ylgdu-ræfils-rakka,
við reyrðan háls er bundin sakka,
drekkiiði puta í söltum sænum,
sóðar! Hreinsið til í bænum!
þið ættuð nú að taka af mætti
og berja sundur báða kjálka,
svo bríxlist ekki við stjórnarjálka.
Merjiði kláðamaurinn sundur,
merkastur yrði bæjarfundur,
er þvílík dýrðar flygi fréttin,
færðist bros á kvalar smettin.
Hann miskun guðs ei myndi hljóta,
sem marði alla sér til fóta,
mæddar skepnur menn og börn,
malaði þessi synda kvörn.
Og rymur sífellt meira, meira,
menn slíkt ekki vilja heyra,
sem trúa á guð og góða vætti,
þeim geðjast ekki slík úrþvætti.
Hér dimmu veldur djöfuls hundur,
af dökkri ösku er hulinn lundur.
,,BAGÁLL” ykkar sópar svæðið,
ef samfélagið lengur hæðið.
Drullu núinn Logans larður,
lippast skal í kuðung harður,
eða viljiði láta berja betur,
bæjar-stjóra-ræfils-tetur.
BURT, með ylgdu-ræfils-rakka,
við reyrðan háls er bundin sakka,
drekkiiði puta í söltum sænum,
sóðar! Hreinsið til í bænum!
Úr bréfi til Bæjarstjórnar Neskaupsstaðar 1981 í tíð Loga Kristjánssonar.