Dauði
Til hvers að eyða tímanum að hugsa um hann?
Hann eyðir nóttum mínum,
dögum mínum,
öllum tíma mínum.
Er hann þess virði?
Hann kemur þegar hann kemur,
hann fer ekki neitt.
ég hugsa um hann,
allt verður svart,
allt verður tómt,
köfnunartilfinning.
en til hvers að eyða tímanum í að hugsa um hann?
Afhverju ekki að njóta tímans án hans.
Er hann jafn hræðilegur og ég held?
Eða er hann fegurri dagurinn.
Hættu að hugsa...
Hættu að þjást...



en auðveldara er að segja en gera...  
Andrea Lilja
1988 - ...
vanlíðan


Ljóð eftir Andreu Lilju

Hausverkur
Dauði
mistök