Ég vil bara að þú vitir að ég grét.
Ég vil bara að þú vitir að ég grét,
ég vil bara að þú vitir að ég grét.
Um leið og bíllinn startaði,
ég sem ætíð kvartaði,
ég vil bara að þú vitir að ég grét.

Ég vil bara að þú vitir að ég grét,
eftir að ég kvaddi þig,
horfði á eftir bílnum fara,
stóð bara eins og þvara,
brosti og vinkaði bless,
en ég vil bara að þú vitir að ég grét,
ég vil bara að þú vitir að ég grét.

Ég gekk inn með bros á vör,
af hverju? Engin svör,
í hjarta mínu er djúp, djúp ör.
Þú ert farin mitt fljóð,
þú sem ætíð varst góð,
það er fátt um svör,
en ég skrifa þetta ljóð,
bara svo að þú vitir að ég grét.

Ég vil bara að þú vitir að ég grét,
og var loksins laus við þig,
þú sem aldrei skildir mig,
en samt þú skildir mig svo vel,
betur en nokkur annar,
ég vil bara að þú vitir að ég grét.

Ég kyssti barnið bless,
það hló,
ég hugsaði ég er góður pabbi og hló.
En ég kyssti þig á kinn,
vertu bless í þetta sinn,
þú brostir fögru brosi til mín,
og ástin varð skyndilega sól sem skín,
en þá þú fórst,
en ég vil bara að þú vitir að ég grét.

Manstu okkar gömlu daga,
ástfangin út um lönd og haga,
kyssandi, knúsandi,
kelandi, flissandi,
ástfangin lítil hjón,
já, ég er enginn meðaljón,
ég lét þig fara,
af hverju? Enginn mun svara.
En ég vil bara að þú vitir að ég grét.

Breyti öllu,
tek okkar myndir niður,
allt í einu algjör friður,
en samt er það mér sem siður,
að kalla nafn þitt og halló,
en nú er ekkert svar, svarið er hvar?
Langt í burtu ekki hér, þú fórst frá mér.

Ég er sáttur, þú sátt,
að elska þú mátt,
hví á ég svo bágt?

Ég vil bara að þú vitir að ég grét,
þegar bíllinn var horfinn,
og enginn var hér,
eitt sinn sagðirðu villtu giftast mér?
Nú ég aleinn og vorkenni bara sjálfum mér.
En ég vil bara að þú vitir að ég grét.

Ætli þetta sé fyrir bestu?
Finnum lostann að nýju,
finnum þá gömlu þá gömlu hlýju.

En ég vil bara að þú vitir að ég grét,
og oft illa, illa lét.
En þegar ég kyssti þína kinn,
í ef til vill hinsta sinn,
varð ég á ný ástfanginn,
þegar þú kvaddir mig,
ég hugsaði,
ég elska þig,
en ekkert sagði,
kvaddi og þagði.
En ég vil bara að þú vitir að ég grét.  
Svanurinn
1980 - ...


Ljóð eftir Svaninn

Betlarinn
Neisti
Rasisti
Laufblað
Vinur
Tístarneisti
Svanurinn lækkar flugið
heimþrá
Gullbarnið
einmana
Dögg
Mengun
fyrrverandi?
hver er svanurinn?
Heimsendir
eilífðin
Er ég drep þig!
Bruni
Model framtíðarinnar
Tár
uppreisn gen hinu hefbundna máli
Án þín
Örveruheimur
Kennslustund
þunglyndi
Svefn
Kerti-líf
ég vil stríð!
Sónar
Kvöld
Hale Bob
Tilfinningar
Samviskubit
Millistig
Lag rósarinnar.
örljóð
hún
hugdetta
Bókarormur
þú kvalarfulla ást
Augnástartangó
Alvarleiki
vinir
Rósarblöð
Leikrit
LOVE
Óður til hafsins
Lífsinsgangur
Lifandi
Ég elska þig
Herra Skuggi og herra Gluggi
Gáta
Er ég persóna?
Lífið er lag
Primrose Hill
Krossfestingin
Flatey
Nattsol
Biblían
Lífið er taktur
Lífið er ljóð
samfarir
Sú skáeygða
Dimmalimm
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur
kvöldroðinn á ágústkvöldi
Gæti veruleikinn verið draumur?
Ég vil bara að þú vitir að ég grét.
Ég á að brosa
kannski