Laki
Gígaröðin grá að lit
greinist í höfuðáttir.
Um lágnættið á Laka sit
lukust upp svartar gáttir.
Firna þytur færist nær
fjarlæga ógn ég finn.
Höggin heyrast er Kölski slær
hamri á steðjann sinn.
Berst að Núpstað þungur niður
nálgast eldar ,jörðu svíður.
Heggur hart hinn myrkvi smiður
hrina neista úr arni ríður.
Hunkubakkar, Holt og Nes
hagar, tún og bæir.
Á eyðibýlum örlög les
eyddar kirkjujarðir.
Systra Stapi hulinn hálfur
stendur einn í suðurátt.
Séra Jón hann biður sjálfur,
um sigur þinn og bænarsátt.
Í huga mér ég klerkinn sé,
er helgi fyrir öllum biður.
Krýpur einn við krossins tré,
horfni hvíldarstaður.
greinist í höfuðáttir.
Um lágnættið á Laka sit
lukust upp svartar gáttir.
Firna þytur færist nær
fjarlæga ógn ég finn.
Höggin heyrast er Kölski slær
hamri á steðjann sinn.
Berst að Núpstað þungur niður
nálgast eldar ,jörðu svíður.
Heggur hart hinn myrkvi smiður
hrina neista úr arni ríður.
Hunkubakkar, Holt og Nes
hagar, tún og bæir.
Á eyðibýlum örlög les
eyddar kirkjujarðir.
Systra Stapi hulinn hálfur
stendur einn í suðurátt.
Séra Jón hann biður sjálfur,
um sigur þinn og bænarsátt.
Í huga mér ég klerkinn sé,
er helgi fyrir öllum biður.
Krýpur einn við krossins tré,
horfni hvíldarstaður.