Áttavilltur
ef vegurinn nær svo langt
má ég þá koma?
ef ég hef gert eitthvað rangt
má ég þá samt vona?

ef augu mín ekki lengur vaka
má ég þá sofa?
ef ég læt myrkrið mig taka
verð ég þá vofa?

Ef ég held áfram að brosa
mun ég þá fá gleði?
Ef ég við skugga mína losa
mun ég þá leggja líf mitt að veði?

Ef ég held áfram að yrkja
verð ég þá betri?
Ef ég held áfram mig að styrkja
verð ég þá betri?

ég vona að mínír draumar deyi aldrei...
því draumar leysast upp í sorg.
Mín næstu skref verða í rétta átt.  
MG
1987 - ...
Njeee.


Ljóð eftir MG

Áttavilltur