Hermaðurinn
Ungur drengur fæðist
sólbjartan vormorgun
hann elst upp,
fyrsta brosið, fyrsta skrefið.
Árin líða
það er vor á ný,
ungur maður gengur herinn í.
Með bros á barnslegri vör
hann dreymir um frægð og frama
en það er alveg sama
það er stríð!
Framtíðin bjarta, verður martröðin svarta.
Hermaðurinn ræðst á óvina bæ
tilfinningum kastað á glæ
skítur á allt sem hreyfist.
Hann rekst á 12 ára dreng
sem hniprar sig í keng
sem grætur og biður um grið.
Hermannsheilinn hugsar
það eru óvinirnir eða við.
Byssan riðar til
allt er yfirstaðið.
Undir hermannshjálminum
leynist ungur maður
sem mannlegar tilfinningar toga í.
Bærinn er yfirbugaður,
allt líf máð burt.
Er sigurvegararnir ganga
stoltir í gegn
þeir finna einn
sem hefur reynst þeim
lélegur þegn.
Við hlið líks 12 ára óvins
liggur hermaður
sem hefur skotið sig
höfuðið í gegn.
 
Sigga Dúa
1963 - ...


Ljóð eftir Sigríði Dúu Goldsworthy

Hermaðurinn