Garðurinn þinn

Þú valdir fallegasta blómið
- tókst það upp með rótunum og settir það í garðinn þinn,
en þú hafðir bara átt plastblóm og varst fávís reynslulaus kona.
Þú varst virkilega stolt af blóminu þínu
- það var það sem vantaði til að fullkomna garðinn þinn,
og þú varst stolt og glöð þegar þú sagðir frá vonum þínum.

En þú fékkst samviskubit
- því sumir sögðu að þú hefðir stolið blóminu,
aðrir reyndu að særa þig með því að gera lítið úr blóminu þínu.
Enginn óskaði þér hamingu eða vildi gleðjast með þér.
- með þögninni og framkomunni sagði fólk hug sinn,
og þú – sem alltaf hafðir staðið með vinum þínum - varst svikin.

Í stað þess að horfa framan í fólk og segja;
- “þetta er blómið mitt - það er fallegt og ég er stolt af því!”
þá leistu undan og lést vanmáttinn naga þig að innan.
Hávær illkvittin rödd innra með þér kallaði;
- “þú átt fallega blómið ekki skilið!”
og þú ákvaðst að trúa röddinni og trúa þeim sem voru að særa þig.

Þú hættir að sinna blóminu þínu
- þú hættir að hugsa um blómið, lést eins og það væri ekki til,
og blómið byrjaði að vistna í garðinum þínum.
Röddin kom aftur og hvíslaði að þér;
- “sjáðu bara, - ég hafði rétt fyrir mér!”
og þú trúðir röddinni, þó að hjarta þitt vissi miklu betur.

Einu sinni var ég blóm í höndum þínum
- frumstæð lífvera sem þurfti svo lítið til að geisla og ilma,
en þú - hélst þú vissir allt! – en blóm þurfa vatn, umhyggju og yl.
Þú lest bækur um blóm og átt tíma hjá sérfræðingum
- en það eru bara bækur og fræði - um plastblóm
og þú vitnar í fræðin, velur það sem hentar - en finnur samt ekki svarið.

Kona! - hvernig gast látið mig visna í kjöltu þinni!
 
Steinn Fjallanna
1965 - ...


Ljóð eftir Stein Fjallanna

Bölvaður hamsturinn
Garðurinn þinn