Í óravídd
Á nýjan stað
í óravídd
kem ég heim
til mín
í hjarta
míns draums
og veit þar með
upp á hár
hvert hann
leiðir mig

og við tökumst
í hendur
draumurinn og ég
og verðum
samferða
um vegi lífsins
þá örskotsstund
sem hann varir

og ég stend
með mjúkar varir
eftir koss hans
draumsins
lyfti mér upp á
þann stað þar sem
ögranir
ögra ekki
langanir
vekja ekki losta
og kyrrðin hefur
fyrirvaralaust
komið sér fyrir
í huga mínum
ýtt hugsunum
til hliðar
af mikilli
festu



 
Anna Ingólfs
1961 - ...


Ljóð eftir Önnu

Hugur
Í óravídd