Augun þín blá
augun þín blá

þrungin af harmi,

með tár á hvarmi

þú horfir mig á.



Ég þekkti hana

og hún þekkti mig,

hún var vinkona mín

og ég vinur hennar.



við vorum á gangi og

til hennar hrifsaði

straumhörð áin,

er ég fann hana aftur

þá var hún dáin.



þrungin af harmi

ég hélt ég myndi deyja,

því það var svo margt

sem ég vildi henni segja.



Ástin kemur og ástin fer

ástin hún bjó í hjarta mér

og ást mín til þín er óendanleg

og hana mun ég geyma hjá mér,

að eilífu.
 
Heiða
1987 - ...
Ég samdi þetta ljóð stuttu eftir að hann frændi minn dó.


Ljóð eftir Heiðu

Augun þín blá