Vinir
Komdu og kveiktu hjá mér bál
Í kvöld skulum við yrkja saman.
Og upphátt yfir alla; skál !
áður var allt svo gaman.
Gang þú gleði og sorg til mín
grátum og hlæjum ,finnum til.
Gleymum gráma og drekkum vín
glæðum eldinn um óttubil.
Stundum syrgi ég söngvana mína
staldraðu hér örlitla stund.
Segðu mér söguna þína
svífum yfir lokuð sund.
Láttu ei erfiðið kúga þig
eirum engu í samræðulist.
Lífið er ljós sem vermir mig
leikandi í veraldar vist.
Siglum undir blásandi byr
breytum siglingareglum.
Á morgunn lemur dauðinn á dyr
dreginn af þöndum seglum.
Í kvöld skulum við yrkja saman.
Og upphátt yfir alla; skál !
áður var allt svo gaman.
Gang þú gleði og sorg til mín
grátum og hlæjum ,finnum til.
Gleymum gráma og drekkum vín
glæðum eldinn um óttubil.
Stundum syrgi ég söngvana mína
staldraðu hér örlitla stund.
Segðu mér söguna þína
svífum yfir lokuð sund.
Láttu ei erfiðið kúga þig
eirum engu í samræðulist.
Lífið er ljós sem vermir mig
leikandi í veraldar vist.
Siglum undir blásandi byr
breytum siglingareglum.
Á morgunn lemur dauðinn á dyr
dreginn af þöndum seglum.