

\"Ég er búin að vera svooo óheppin í dag,\" sagði stelpan afturí strætó, \"ég labbaði á skáp og sjáiði, það blæðir!\" hélt hún áfram við vinkonur sínar.
Mikið vildi ég að ég væri svona óheppin eins og hún;
að það sem ég hefði labbað á væri bara skápur
og hægt væri að setja plástur þar sem mig blæðir
Mikið vildi ég að ég væri svona óheppin eins og hún;
að það sem ég hefði labbað á væri bara skápur
og hægt væri að setja plástur þar sem mig blæðir
Úr bókinni "Hingað og miklu lengra"