Lífið og Tilveran
Þegar við hittumst í fyrsta sinn,
Þá kviknaði ástarblossi.
Við héldum þú yrðir að eilífu minn,
Og það var í mjúkum kossi.

Þú tókst við mér í tilfinningarflóði,
Sálin var öll í klessu.
Ég lá ávalt heima grátandi í hljóði,
og þér tókst að rífa mig upp úr þessu.

Við elskuðum hvort annað geðveikt heitt,
Með vonarneystana hörðu.
En Daníel minn mér þykir það leitt,
Við þroskuðumst frá hvort öðru.

Augun voru björt og full af vilja,
Og hjartað fullt af hamingju.
En eitt sem ég mun seint skilja,
Að það sé horfið og allt mér að kenna!
 
hanna björg
1987 - ...


Ljóð eftir hönnu björg

Lífið og Tilveran