Í annað sinn
Hugur minn virðist
alltaf til þín renna.
Hugsa ég ótt um það sem
ég var á mig að brenna.

Í annað sinn fékk ég
minn síðasta koss á kinn.
Í þetta sinn hélt ég
virkilega að þessi yrði minn.

Aldrei ég þorði þeim
fyrri að segja neitt.
Aldrei vissi hann hvaða .
töfrum hann hafði mér beitt

Úr hans lífi vildi
ég þá hverfa.
Út af því að ég vildi
ekki vera þessi herfa.

Leit ég svo upp og þig sá
en aldrei vissi að það myndi á mig fá.
Leitin hélt ég að væri á enda
eftir að ég sá þig á mig benda.

Eftir það var ekki aftur snúið
Ég brenndi mig aftur og allt var búið


 
Berta Björg Sæmundsdóttir
1981 - ...


Ljóð eftir Bertu

Í annað sinn
Ég í dag 9. janúar 2004
Vinur minn
Blossi