

Með bleki,
á blaði
get ég ekki
gefið af þér
rétta mynd.
Hvernig fæ ég þá
fangað þig
í ljóð mitt?
Kannski
ef ég færi stjörnurnar,
hnika til þessum helvísku ljósglömpum
með rómantíska orðsporið,
svo þeir myndi andlit þitt
á næturhimninum.
Eða ef ég opna mér æðar,
dreg þig blóði mínu
á sólbrennda veggi borgarinnar.
Kannski
ef ég risti nafn þitt
með nöglum mínum
í hold elskhuga
ókominnar framtíðar.
Eða fæ ég
aldrei
fangað þig
í ljóðvef minn?
á blaði
get ég ekki
gefið af þér
rétta mynd.
Hvernig fæ ég þá
fangað þig
í ljóð mitt?
Kannski
ef ég færi stjörnurnar,
hnika til þessum helvísku ljósglömpum
með rómantíska orðsporið,
svo þeir myndi andlit þitt
á næturhimninum.
Eða ef ég opna mér æðar,
dreg þig blóði mínu
á sólbrennda veggi borgarinnar.
Kannski
ef ég risti nafn þitt
með nöglum mínum
í hold elskhuga
ókominnar framtíðar.
Eða fæ ég
aldrei
fangað þig
í ljóðvef minn?