Þú í ljóði
Með bleki,
á blaði
get ég ekki
gefið af þér
rétta mynd.

Hvernig fæ ég þá
fangað þig
í ljóð mitt?

Kannski
ef ég færi stjörnurnar,
hnika til þessum helvísku ljósglömpum
með rómantíska orðsporið,
svo þeir myndi andlit þitt
á næturhimninum.

Eða ef ég opna mér æðar,
dreg þig blóði mínu
á sólbrennda veggi borgarinnar.

Kannski
ef ég risti nafn þitt
með nöglum mínum
í hold elskhuga
ókominnar framtíðar.

Eða fæ ég
aldrei
fangað þig
í ljóðvef minn?
 
Urður Snædal
1981 - ...


Ljóð eftir Urði Snædal

Blóðbrúðkaup
Vetrarnótt í sveitinni
Nætur
Til þín - með þökk
Nótt með þér
Fyrsti geislinn
Heima
Að elska engil
Tónleikar
Draumlauf
Handa Ringu
Í nótt varstu hjá mér
Unnur
Hafið
Egilsstaðir
Breytt
Tár þín
Ferð
Þar sem...
Eitt
Haust I
Draumasmiður
Morgunn
Samband
Ást - eða hvað
Regnbogalandslag
Villt
Klukknahljóm
Gömul ást á nýrri öld
Launung
Heilræði fyrir prinsa og aðra einfeldninga
Blús
Speed queen
Azazel
Blóðrósir
Kannski
Huggun
Tilbrigði við Máríuvers e. Dag Sigurðarson
Fánýti
Svefn
Minning um ást
Myrkur
Óræð orð
Töfrar
Hækutríó handa Ingimundi
Flugþrá
Flótti
Lúsifer
Vegaljóð
Á svona degi
Vertu skáld mitt
Þú í ljóði
Bundið mál
Hlauptu!
Svik
Sögumenn
Nostalgía
Stolin stund
Úlfbróðir
Ömmugarður
Þögn
Rómantík