Árni og Elínborg
Vindurinn geispaði golunni,
en glefsaði ofurlítið,
í eyru Elínborgar.
Þar til hann gaf sig,
en kuldinn var enn kröftugur,
og kældi sig enn frekar.
En ylur Árna yppti öxlum,
og yljaði henni í faðmi hans,
myrkrið hafði mælt sér mót.
Við mánann og jafnvel þó,
hann væri venjulega seinn,
erfði myrkrið það ekki við hann.
Framundan,
þau sáu fjós.
Fornt og löngu yfirgefið.
Það stóð eitt og einmannalegt,
eins og eyðieyja langt úti á sjó.
'Æ vonandi er þar eitthvað,
til að kveikja ofurlítinn eld.'
En seinna sannaðist það,
að þó þau fengu sárum sínum gætt að.
Þau hjúin höfðu það ekki af,
en þau höfðu þó hvort annað.
Elskendur fallnir frá,
þannig fór um sjóferð þá,
en síðan er dágóð stund.
Eflaust er mörgum spurn,
hvaða villugötum voru þau á,
en það veit enginn nema þau sjálf.
en glefsaði ofurlítið,
í eyru Elínborgar.
Þar til hann gaf sig,
en kuldinn var enn kröftugur,
og kældi sig enn frekar.
En ylur Árna yppti öxlum,
og yljaði henni í faðmi hans,
myrkrið hafði mælt sér mót.
Við mánann og jafnvel þó,
hann væri venjulega seinn,
erfði myrkrið það ekki við hann.
Framundan,
þau sáu fjós.
Fornt og löngu yfirgefið.
Það stóð eitt og einmannalegt,
eins og eyðieyja langt úti á sjó.
'Æ vonandi er þar eitthvað,
til að kveikja ofurlítinn eld.'
En seinna sannaðist það,
að þó þau fengu sárum sínum gætt að.
Þau hjúin höfðu það ekki af,
en þau höfðu þó hvort annað.
Elskendur fallnir frá,
þannig fór um sjóferð þá,
en síðan er dágóð stund.
Eflaust er mörgum spurn,
hvaða villugötum voru þau á,
en það veit enginn nema þau sjálf.
Þetta er smásaga í ljóðaformi.