September
Myrkra tekur inn’í mér,
Er dimma fer í september
Ein í næturhúmi hér
Og græt er engin til mín sér.
Hvað sem var að gerast þar
Aldrei mun ég finna svar
Sársauki sem aldrei var
Sársauki sem ég ein bar
Sjaldan skorti hugrekki þá
Það hver vitur maður sá
Samt sem áður fann ég þrá
Sem myndi fylgja eftirsjá
Nú sveima ég hér og horfi á
já, horfi með söknuði á þá
Sem eftir eru jörðunni á
og syrgja mína glötuðu sál.
Er dimma fer í september
Ein í næturhúmi hér
Og græt er engin til mín sér.
Hvað sem var að gerast þar
Aldrei mun ég finna svar
Sársauki sem aldrei var
Sársauki sem ég ein bar
Sjaldan skorti hugrekki þá
Það hver vitur maður sá
Samt sem áður fann ég þrá
Sem myndi fylgja eftirsjá
Nú sveima ég hér og horfi á
já, horfi með söknuði á þá
Sem eftir eru jörðunni á
og syrgja mína glötuðu sál.