í morgun
í morgun
þegar ég beit í brauðið mitt,
var 4 ára strákur bitinn af byssukúlu
í Palestínu.
í morgun
þegar ég hóf leit að skónum mínum,
leitaði írösk kona að barnabarni sínu
en það eina sem hún fann voru skór þess.
í morgun
þegar ég steig inn í strætó númer tvö,
sprungu tveir strætisvagnar
fullir af lífi
á götum Ísraels.
í morgun
þegar ég gekk framhjá tómum grunnskóla
gengu menn um götur Rússaveldis
og myrtu 499 grunnskólabörn.
fjögurhundruðníutíuogníu.......
Það er það sama og ég borga fyrir
subwaysamlokuna mína
sem ég kem með heim seinnipart dags nöldrandi og vælandi um erfiðan vinnudag
og sötrandi coca cola á meðan.
En það eina sem ég gerði í raun var:
ég sat á sveittu rassgati við tölvuskjá
og vorkenndi sjálfum mér
yfir því að vera ekki með stöð tvö
og Idolið fer að byrja

Lífið er sumum gott

Ætli þeir sýni Survivor í Súdan?  
óskar hálfdánarson
1984 - ...


Ljóð eftir óskar hálfdánarson

í morgun