

Sátum hér að sumbli glöð,
sváfum vel og lengi.
Hestar komu heim á tröð,
hófar skullu á engi.
Viðfjarðarundrin vekja menn,
víst við reyndum það.
Súpukjötið kraumar enn,
krota ég létt á blað.
Við dólum heim með duggu senn
og drífum okkur í bað.
sváfum vel og lengi.
Hestar komu heim á tröð,
hófar skullu á engi.
Viðfjarðarundrin vekja menn,
víst við reyndum það.
Súpukjötið kraumar enn,
krota ég létt á blað.
Við dólum heim með duggu senn
og drífum okkur í bað.
21-22.8.1993 dvöldum við Bebba,Ásta og Kjartan í Viðfirði og fórum með bátum á milli frá Neskaupstað.